Einar einstaki leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Einstakar lausnir ehf., kt. 451114-0420, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.

einareinstaki_logo_black.png

Sími: 692 2330

einar@einareinstaki.is

  • Facebook - Black Circle
  • Black YouTube Icon
  • Black Instagram Icon

ERTU MEÐ SPURNINGU?

©2019 by Einar einstaki töframaður

Á sumrin kjósa sumir að halda afmælin utandyra, sérstaklega ef vel viðrar. Hér að neðan eru tillögur að nokkrum einföldum leikjum á góðum veðurdögum. 

Vatnið gengur

Þú þarft:

  • Pappaglös

  • Vatn

Ef viðrar vel er þessi skemmtilegur. Hvert barn þarf glas, gott getur verið að nota pappaglas. Öll börnin standa í röð og það fremsta fær glasið sitt fyllt af vatni. Það barn hellir vatninu úr glasinu sínu, yfir höfuðið og aftur fyrir bak. Barnið fyrir aftan gerir sitt besta til að grípa vatnið í glasið. Einnig er hægt að skipta í tvö lið og keppast um hver endar með meira vatn í aftasta glasi.

Lögg'og bói

Þú þarft:

  • Að slaka á á meðan börnin leika sér

Einfaldur og þægilegur leikur sem er til í milljón útfærslun. Í stuttu máli einfaldur eltingaleikur. Hægt er að skipta öllum í tvo jafna hópa, löggur og bófa eða hafa nokkrar löggur og marga bófa. Þegar lögga nær bófa fer bófinn í fangelsi. Valkvætt hvort hægt sé að frelsa eða ekki. Leikurinn endar þegar allir bófarnir eru komnir í fangelsi. Þá er gott að skipta um hlutverk, bófar verða löggur og löggur bófar.

Málað á striga

Þú þarft:

  • Pappírsrenning

  • Málningu

  • Liti

  • Annað föndurdót

Þetta er ekki beint leikur en klárlega eitthvað sem krakkarnir munu muna. Leyfðu listrænu eðli barnanna að skína. Strengdu pappírsrúllu, t.d. ódýran gjafapappír, á grindverk. Þú getur verið með krítar, vatnsliti, vaxliti, trétliti eða málningu, fer eftir pappírnum og því sem þú átt eða getur útvegað. Mundu að þetta krefst eftirlits.