Einar einstaki leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Einstakar lausnir ehf., kt. 451114-0420, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.

einareinstaki_logo_black.png

Sími: 692 2330

einar@einareinstaki.is

  • Facebook - Black Circle
  • Black YouTube Icon
  • Black Instagram Icon

ERTU MEÐ SPURNINGU?

©2019 by Einar einstaki töframaður

Bóka pakka tvö- Töfrasýning og kennsla

verð kr. 20.000

Ef þú hefur spurningu sendir þú hana bara inn. Flóknara getur það varla verið 😉

Einar einstaki mætir á svæðið og sér um 40 mínútna dagskrá. Hann byrjar á töfrasýningu, kennir börnunum síðan eitt töfrabragð og veitir öllum börnunum aðgang að kennsluefni í töfrabrögðum sem hann hefur útbúið á vefsíðunni en lykilorð þarf til að komast inn.

Dagskráin einkennist af mikilli gleði og húmor í bland við flott töfrabrögð. Í lok sýningarinnar fær afmælisbarnið áritað plakat og töfrasprota og sérstakan afmælisaðgang að meira kennsluefni í töfrabrögðum.

arrow&v

Nánari upplýsingar og skilmálar

Þetta fyrirkomulag og verð gildir fyrir eitt afmælisbarn, allt að 30 börn, innandyra í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu.

Verðið hækkar um 5.000 kr. þegar börnin eru orðin frá 31-40 talsins og um 10.000 kr. frá barni 41 og upp úr.

Verðið hækkar um 5.000 kr. þegar afmælið er haldið í sal (s.s. út fyrir heimilið).
Ef um sameiginlegt afmæli er að ræða er rukkað 1.000 kr. fyrir hvert auka afmælisbarn nema um systkini sé að ræða. Sú hækkun er einungis vegna þess að afmælisbörnin fá plakat og töfrasprota og því aukinn kostnaður vegna þess.