Einar einstaki leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Einstakar lausnir ehf., kt. 451114-0420, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.

einareinstaki_logo_black.png

Sími: 692 2330

einar@einareinstaki.is

  • Facebook - Black Circle
  • Black YouTube Icon
  • Black Instagram Icon

ERTU MEÐ SPURNINGU?

©2019 by Einar einstaki töframaður

Hér eru í raun leikir sem henta síður yngri börnum en eldri börn geta klárlega nýtt sér „venjulegu leikina“ á síðunni hér á undan líka. Að nefna þessa síðu „Leikir sem yngri börn fara ekki í“ hljómaði bara ekki eins vel.

Blása upp og sprengja blöðru keppni

Þú þarft:

  • Blöðrur

Einfaldur leikur sem er þægilegur í framkvæmd. Krakkarnir keppa sín á milli, hvert þeirra getur blásið upp blöðru, bundið hnút og sprengt fyrst. Ef þú ert með stóran hóp af börnum, láttu þau keppa þar til tvö eru eftir. Þau keppa til úrslita um hver sé fyrstu að blása blöðru þar til hún springur.

Brestur í blöðru

Þú þarft:

  • Blöðrur

  • Bönd

Þessi leikur er frábær fyrir eldri börn. Bittu uppblásna blöðru við vinstri ökkla hvers barns. Kveiktu svo á tónlist sem allir geta dansað við. Um leið og tónlistin er stoppuð eiga börnin að reyna að sprengja blöðrur annnarra með því að stíga á hana með hægri fót.  Á sama tíma þarf hver og einn að pasa upp á að enginn sprengi sína blöðru. Þegar blaðra springur dettur barnið úr leik. Sá síðasti sem hefur ósprungna blöðru við ökklann vinnur.

Málað á striga

Þú þarft:

  • Pappírsrenning

  • Málningu

  • Liti

  • Annað föndurdót

Þetta er ekki beint leikur en klárlega eitthvað sem krakkarnir munu muna. Leyfðu listrænu eðli barnanna að skína. Strengdu pappírsrúllu, t.d. ódýran gjafapappír, á grindverk. Þú getur verið með krítar, vatnsliti, vaxliti, trétliti eða málningu, fer eftir pappírnum og því sem þú átt eða getur útvegað. Mundu að þetta krefst eftirlits.